Um okkur.

Ráðið eflir og viðheldur viðskiptatengslum milli Færeyja og Íslands, ásamt því að efla tengsl á sviðum menntunar, menningar, viðskipta og stjórnmála. Það er tengslanet fyrirtækja, stofnana og einstaklinga og er vettvangur fyrir samskipti við hið opinbera. Ráðið er vettvangur til að fjalla opinberlega um hagsmunamál í viðskiptum Færeyja og Íslands auk þess að flytja á milli þekkingu, stefnur og strauma í málum er snerta viðskipti milli Færeyjar og Íslands.


Ráðið skipuleggur fundi og ráðstefnur er varða almenn málefni landanna tveggja og stendur vörð um viðskiptatengda hagsmuni félaga sinna gagnvart færeyskum og íslenskum yfirvöldum.

Stjórn ráðsins.

Formaður: Hjálmar W. Árnason

Stjórnarmeðlimir á Íslandi:

Gísli Gíslason, Faxaflóahafnir

Gunnar Karl Guðmundsson

Haukur Ómarsson, Landsbankinn

Ingvar Már Gíslason, Norðlenska Matarborðið ehf.

Stjórnarmeðlimir í Færeyjum:

Baldvin Hardarsson, P/F Hitamyndir

Christian Nagata, Sendistovan

Marita Rasmussen, Vinnuhúsið

Jóhann Ólafsson, Fjallatoppur

Jóhanna á Bergi, Atlantic Airways