Viðskiptafundir í Reykjavík 22. - 24. mars

Viðskiptafundir í Reykjavík

Dagana 22.-24. mars

Færeysk viðskiptasendinefnd er væntanlega til Íslands dagana 22.-24. mars og mun Færeysk-íslenska viðskiptaráðið aðstoða við að skipuleggja viðskiptafundi á Hilton Reykjavik Nordica í samstarfi við Íslandsstofu og viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins.

Ef þið hafið áhuga nú þegar að ná fundi með þeim fyrirtækjum sem eru staðfest (sjá yfirlit fyrirtækja hér að neðan) þá hikið ekki við að setja ykkur í samband við Huldu framkvæmdastjóra á netfangið hb@chamber.is eða Petur Petersen, sendiherra Færeyja á netfangið peturp@uvmr.fo.

 

Skráning á fundinn er hafin hér >>