Frestun fundar: VestnorrŠna hagkerfi­- Hvernig mß efla vi­skipti milli ═slands, GrŠnlands og FŠreyja

 

Morgunverðarfundur um vestnorræna hagkerfið – frestað

Fundi Norðurslóða-viðskiptaráðsins, Grænlensk-íslenska viðskiptaráðsins, Færeysk-íslenska viðskiptaráðsins og Vestnorræna ráðsins sem fara átti fram þriðjudaginn næstkomandi hefur verið frestað fram á haustið vegna óviðráðanlegra orsaka.

 

Þriðjudaginn 26. maí næstkomandi fer fram morgunverðarfundur um aukin viðskipti milli Íslands, Grænlands og Færeyja. Að fundinum standa Norðurslóða-viðskiptaráðið, Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið (GLÍS), Færeysk-íslenska viðskiptaráðið (FOIS) og Vestnorræna ráðið.

Á fundinum verður rætt um hugmyndir þess efnis að treysta frekar bönd þessara landa með aukinni fríverslun, sameiginleg einkenni þeirra og umfang vestnorræna hagkerfisins. Þá verður fjallað um samstarf íslenskra fyrirtækja við fyrirtæki í Grænlandi og í Færeyjum, hvaða áskoranir eru einna helst fyrir hendi í þeim atvinnugreinum og hvaða tækifæri eru til að gera betur.

Dagskrá fundarins:
Ávinningur af auknu samstarfi vestnorrænu ríkjanna
Unnur Brá Konráðsdóttir, varaformaður Vestnorræna ráðsins

Viðskiptasamstarf og milliríkjasamningar
Högni S. Kristjánsson, skrifstofustjóri hjá utanríkisráðuneytinu

Dæmisögur af samstarfi fyrirtækja
Fulltrúar Deloitte, Eimskipa, Íslenskra aðalverktaka, Odda, Norðlenska og Norðurflugs

Pallborðsumræður allra ræðumanna
Fundarstjóri: Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri GLÍS og FOIS

Fundurinn fer fram í Borgartúni 35, 1. hæð (Kvika). Boðið verður uppá léttar veitingar frá kl. 8:00 en fundurinn hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 10:00. Aðgangseyrir er 1.500 kr. og fer fundurinn fram á íslensku. Skráning hér.